Home Fréttir Í fréttum 14.07.2015 Álftanes – knattspyrnuvöllur, jarðvinna, yfirborðsfrágangur og lagnir

14.07.2015 Álftanes – knattspyrnuvöllur, jarðvinna, yfirborðsfrágangur og lagnir

166
0
03.07.2015

ÚTBOÐ
Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið:
Álftanes – Knattspyrnuvöllur
Jarðvinna, yfirborðsfrágangur og lagnir

Verkið felst í jarðvinnu við undirbyggingu knattspyrnuvallar í fullri stærð, hitalögnum í vallarstæði og fullnaðarfrágangi malbikskants umhverfis völlinn.
Helstu þættir verksins eru:
• Frágangur aðfluttrar fyllingar í endanlegar hæðir ofan á núverandi fyllingarundirlag.
• Frágangur stofna við aðra skammhlið vallarins ásamt frágangi hitalagna undir völlinn.
• Frágangur á jöfnunarlagi ofan á fyllingu og hitalagnir að botni komandi yfirborðsefnis vallarins sem verður knattspyrnugras.
• Niðurlögn ídráttarröra fyrir hugsanlega framtíðarlýsingu á velli.
• Malbikun á kanti umhverfis vallarsvæði.

<>

Helstu magntölur eru:
• Uppgröftur og tilflutningur   1.800 m³
• Malarfylling    3.350 m³
• Malbikun       740 m²
• Sögun malbiks     360 m
• Jarðvinna vegna lagna     550 m
• Regnvatns- og ræsilagnir     470 m
• Snjóbræðslulagnir  31.800 m
• Stofnlagnir snjóbræðslu     250 m
• Ídráttarrör fyrir raflagnir     320 m
Verkinu skal að fullu lokið þann 10. september 2015.
Útboðsgögn á rafrænu formi verða aðgengileg hér á vef Garðabæjar frá og með mánudeginum 6. júlí 2015.

Tilboðum skal skilað á skrifstofu VSÓ ráðgjafar, Borgartúni 20,105 Reykjavík, eigi síðar en þriðjudaginn 14. júlí kl. 11.  Verða þau þá opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Tækni- og umhverfissvið Garðabæjar