Home Í fréttum Niðurstöður útboða Nýtt hót­el í Lækj­ar­götu opn­ar sumarið 2018

Nýtt hót­el í Lækj­ar­götu opn­ar sumarið 2018

160
0
Hótel í Lækjargötu Mynd; Gláma-Kím

Teikni­stof­an Gláma-Kím varð hlut­skörp­ust í sam­keppni Íslands­hót­ela og Minja­vernd­ar vegna nýs hót­els í Lækj­ar­götu í Reykja­vík. Stefnt er að því að opna hót­elið fyr­ir sum­arið 2018.

<>

Hótelið verðu fjögurra stjarna-, 115 herbergja, það verður hæst fimm hæðir auk kjallara. Á jarðhæð er áætlað að hafa verslanir, veitingasal og bar, eldhús og skrifstofur, auk nokkurra hótelherbergja. Í kjallara verði þjónusturými og bílastæði og á 2. – 5. hæð verða hótelherbergi. Á þremur efstu hæðum verða þaksvalir fyrir hótelgesti, þar sem njóta má útsýnis til allra átta.

Brúttóstærð byggingarinnar ofanjarðar verður um 5000m² og brúttóstærð kjallara verður um 1500m² sem er innan þeirra marka sem deiliskipulag reitsins heimilar.