Vegagerðin óskar eftir tilboðum í annan áfanga í breikkun Hringvegar milli Biskupstungnabrautar og Hveragerðis.
Lengd útboðskaflans er 7,1 km. Um er að ræða nýbyggingu Hringvegar að hluta og endurgerð núverandi Hringvegar að hluta, gerð nýrra vegamóta við Kirkjuferjuveg og Hvammsveg eystri, gerð hringtorgs við Biskupstungnabraut, nýbyggingu Ölfusvegar, breytingu Þórustaðavegar og Biskupstungnabrautar sem og gerð heimreiða.
Hluti verksins er bygging fimm steyptra brúa og undirganga ásamt tveggja reiðganga úr stáli.
Einnig eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu.
Helstu magntölur eru:
Vegagerð, helstu magntölur | Magn | Eining |
Ídráttarrör | 20.000 | m |
Fyllingarefni úr skeringu, umframefnu úr fergingu | 204.900 | m3 |
Fylllingarefni úr námu | 367.200 | m3 |
Fláafleygar, efni úr skeringum | 34.500 | m3 |
Ónothæfu efni jafnað á losunarstað | 79.100 | m3 |
Stálræsi | 1.500 | m |
Ofanvatnsræsi | 670 | m |
Styrktarlag | 157.700 | m3 |
Burðarlag, óbundið | 46.300 | m3 |
Kaldblandað malbik | 128.000 | m2 |
Tvöföld klæðing | 51.200 | m2 |
Malbik | 263.000 | m2 |
Gróffræsun | 42.500 | m2 |
Vegrið | 10.100 | m |
Götulýsing, skurður, strengur, lagning | 8.000 | m |
Götulýsing, uppsetning ljósastaura | 170 | stk |
Yfirborðsmerkingar, línur | 53.600 | m |
Brýr og undirgöng, helstu magntölur | Magn | Eining |
Brúarvegrið | 180 | m |
Gröftur | 19.300 | m3 |
Fylling | 14.800 | m3 |
Mótafletir | 8.200 | m2 |
Járnalögn | 536.400 | kg |
Kaplar, 12 x ø16 (eftirspennt járnalögn) | 14.800 | kg |
Steypa | 3.200 | m3 |
Vatnsvarnarlag undir malbik | 1.900 | m2 |
Reiðgöng, helstu magntölur | Magn | Eining |
Stálplöturæsi, D = 4-5 m | 76 | m |
Gröftur | 4.300 | m3 |
Fylling | 1.500 | m3 |
Jarðvegsdúkur | 600 | m2 |
Veitulagnir | Magn | Eining |
Gröftur, lagnaskurðir | 11.100 | m3 |
Fylling, sandur | 5.000 | m3 |
Ídráttarrör | 2.700 | m |
Hitaveitulagnir | 2.100 | m |
Kaldavatnslagnir | 3.700 | m |
Fjarskiptalagnir (rör) | 13.400 | m |
Verkinu skal að fullu lokið 29. september 2023.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með föstudeginum 31. janúar 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 3. mars 2020.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Útboðið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.