Home Fréttir Í fréttum Hætta við byggingu á gagnaveri á Hólmsheiðinni

Hætta við byggingu á gagnaveri á Hólmsheiðinni

156
0
Orri Hauksson, forstjóri Símans.

Síminn hefur horfið frá fyrri áætlunum og afþakkað lóðarvilyrðið á Hólmsheiði. Fyrirtækið fékk vilyrði fyrir lóð undir slíkt ver um mitt ár 2017.

<>

Síminn hefur horfið frá þeim áætlunum að reisa allt að 10 þúsund fermetra gagnaver á Hólmsheiði.

Fyrirtækið fékk vilyrði fyrir lóð undir slíkt ver um mitt ár 2017. Annars vegar hefðbundið lóðarvilyrði upp á 8.000 fermetra byggingu og síðan tímabundið vilyrði fyrir að gagnaverið yrði allt að 10 þúsund fermetrar.

Ætlaði fyrirtækið að greiða 1.500 krónur fyrir hvern byggingarfermetra eða 15 milljónir ef hámarksbyggingarmagn yrði að veruleika.

Fyrirtækið átti kost á því að kalla eftir lóðinni þegar nýtt deiliskipulag svæðisins yrði samþykkt. Það var auglýst í september 2019.

Í fundargerð Borgarráðs frá 30. janúar kemur fram að Síminn hafi horfið frá fyrri áætlunum og afþakki því lóðarvilyrðið.

Áður en Síminn horfði til Hólmsheiðar varðandi byggingu gagnavers voru uppi hugmyndir um að byggja á Esjumelum, en Hólmsheiðin þótti betur staðsett vegna tenginga.

Heimild: Frettabladid.is