Home Fréttir Í fréttum Borgarverk bauð lægst í tvö útboðsverk

Borgarverk bauð lægst í tvö útboðsverk

319
0
Mynd: Skessuhorn.is

Hjá Vegagerðinni í síðustu viku opnuð tilboð í klæðningu vega á Vestursvæði 2020-2021, en þeirri vinnu skal lokið fyrir 1. september.

<>

Í verkinu felst 330.000 fermetra yfirlögn með einföldu lagi klæðningar, 66.000 ferm. yfirlögn með kílingu ásamt flutningi stein- og bindiefna.

Þrjú tilboð bárust í verkið og átti Borgarverk ehf. lægsta boð, 97,7 milljónir króna. Það var um 4% yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar.

Líka voru sömuleiðis opnuð tilboð í gerð Þórsmerkurvegar á Suðurlandi.

Þar átti Borgarverk sömuleiðis lægsta boð 48,8 milljónir, en einungis munaði 0,2% á tilboði fyrirtækisins og kosnaðarætlun í verkið. Þeirri vegarlagningu skal lokið 1. júlí næstkomandi.

Heimild: Skessuhorn.is