Home Fréttir Í fréttum Eldur á framkvæmdasvæði á Laugavegi í morgun

Eldur á framkvæmdasvæði á Laugavegi í morgun

204
0
Slökkviliðsmenn að störfum að vettvangi í morgun. Mynd: Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út nú um níuleytið í morgun vegna elds að Laugavegi 73. Búið er að slökkva eldinn og slökkviliðsmenn eru nú að störfum við frágang á vettvangi, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

<>
Eldurinn reyndist ekki jafnmikill og talið var í fyrstu.
Mynd: Visir /vilhelm

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út þegar tilkynning barst um eldinn en að endingu fór lið frá tveimur stöðvum á staðinn. Eldurinn kom upp á framkvæmdasvæði en verið er að rífa hús sem stendur á reitnum. Svo virðist sem kviknað hafi í rusli.

Lögregla var einnig kölluð til á vettvang.
Mynd: Vísir/vilhelm

Fjöldi veitinga- og skemmtistaða hafa verið til húsa að Laugavegi 73, þar sem áður stóð lágreist, rautt hús.

Árið 2016 var auglýst breytt deiliskipulag fyrir reitinn en til stendur að byggja töluvert stærra hús á lóðinni en stóð þar áður.

Heimild: Visir.is