Home Fréttir Í fréttum Verktaki fær 10 mánaða dóm fyr­ir skattsvik

Verktaki fær 10 mánaða dóm fyr­ir skattsvik

560
0
Mynd: mbl.is

Karl­maður á sex­tugs­aldri hef­ur verið dæmd­ur í 10 mánaða skil­orðsbundið fang­elsi og til að greiða 59 millj­ón­ir í sekt til rík­is­sjóðs vegna meiri hátt­ar skatta­laga­brota og bók­halds­brota í eig­in at­vinnu­rekstri.

<>

Maður­inn, sem heit­ir Engil­bert Run­ólfs­son, hef­ur rekið nokk­ur verk­taka­fyr­ir­tæki á und­an­förn­um árum og meðal ann­ars fyr­ir­hugað upp­bygg­ingu á hót­eli og versl­un­um á Akra­nesi.

Engil­bert játaði fyr­ir dómi skatta­laga­brot, en í ákæru máls­ins var hann sakaður um að hafa ekki staðið skil á tæp­lega 24 millj­ón­um í virðis­auka­skatt í tengsl­um við rekst­ur fé­laga sinna. Var hann jafn­framt ákærður fyr­ir pen­ingaþvætti með því að nýta ávinn­ing af brot­um sín­um í þágu at­vinnu­rekst­urs­ins og eft­ir at­vik­um í eig­in þágu.

Und­an­farið hef­ur Engil­bert unnið að fyr­ir­hugaðri upp­bygg­ingu hót­els og versl­un­ar­kjarna á Akra­nesi. Mynd: mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Við þing­haldið lagði verj­andi Engil­berts fram reikn­inga sem lækkuðu upp­hæð brota hans um 756 þúsund krón­ur, en annað stóð óbreytt. Sam­kvæmt dóm­in­um hef­ur Engil­bert ekki áður sætt refs­ing­um er hafa áhrif við ákvörðun refs­ing­ar og er það metið hon­um til máls­bóta að hafa játað brot­in ský­laust.Tel­ur dóm­ur­inn að 10 mánaða skil­orðsbundið fang­elsi sé því hæfi­leg refs­ing.

Við ákvörðun sekt­ar er miðað við þre­falda fjár­hæð van­skila hans vegna brota árið 2017, en tvö­falda fjár­hæð van­skila vegna árs­ins 2018. Eru það sam­tals 58,8 millj­ón­ir króna sem hon­um er gert að greiða á næstu fjór­um vik­um, ella sæta fang­elsi í 12 mánuði.

Eft­ir að greint var frá ákær­unni gegn Engil­bert síðasta haust sagðist hann ætla að greina frá helstu viðskipt­um sín­um, en Engil­bert stofnaði Stafna á milli árið 2002, en því var breytt í Innova árið 2007 með samruna við fleiri verk­taka­fyr­ir­tæki.

Varð það þá meðal ann­ars móður­fé­lag verk­taka­fyr­ir­tækj­anna JB Bygg­inga­fé­lags og RIS. Vísaði Engil­bert í færsl­unni sem hann birti á Face­book að hann ætlaði að greina nán­ar frá mál­um eins og því sem tengd­ist viðskipt­um með Glaðheima­svæðið, eða „Gust­málið“ og sam­skipt­um við Kópa­vogs­bæ.

Engil­bert ætlaði meðal ann­ars að tjá sig um um­deild­ar fram­kvæmd­ir á Glaðheima­svæðinu, en viðskipti með lóðir þar ná aft­ur til ár­anna fyr­ir hrun. Mynd: mbl.is/Ó​mar Óskars­son

 

Heimild:Mbl.is