Home Fréttir Í fréttum Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 0,2% á milli mánaða

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 0,2% á milli mánaða

107
0
Mynd: Hagstofan

Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð um miðjan desember 2019, er 146,7 stig (desember 2009=100) og hækkar um 0,2% frá fyrri mánuði.

<>

Innlent efni hækkaði um 0,6% (áhrif á vísitölu 0,2%). Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 2,3%. Vísitalan gildir í janúar 2020.

Þessi frétt um vísitölu byggingarkostnaðar er síðasta reglubundna fréttin um vísitöluna. Frá og með janúar 2020 verður talnaefni uppfært án reglubundinna frétta.

Þetta er í samræmi við birtingaráætlun Hagstofu Íslands fyrir árið 2020. Á útgáfudegi verður almenn tilkynning birt á vef Hagstofu Íslands um að talnaefni hafi verið uppfært og póstur sendur til áskrifenda.

Heimild: Hagstofan.is