Home Fréttir Í fréttum 7,5 millj­óna tjón í Straums­vík

7,5 millj­óna tjón í Straums­vík

163
0
Talið er að um 150 rúm­metr­ar af grjótvörn og um 300 rúm­metr­ar af fyll­ing­ar­efni hafi skol­ast burt. Ljós­mynd/​Hafn­ar­fjarðar­hafn­ir

Gróft kostnaðarmat vegna viðgerða á grjót­g­arði og land­fyll­ing­um við Aust­ur­bakka í Straums­vík vegna óveðurs­ins sem gekk yfir landið nem­ur 7,5 millj­ón­um króna.

<>

Þetta kem­ur fram í grein­ar­gerð verk­fræðistof­unn­ar Strend­ings um áætlað tjón sem var kynnt á fundi hafn­ar­stjórn­ar Hafn­ar­fjarðarbæj­ar í gær.

Að beiðni Lúðvíks Geirs­son­ar hjá Hafn­ar­fjarðar­höfn voru skemmd­ir skoðaðar við suðurenda bryggj­unn­ar þar sem farm­skip landa í Straums­vík.

Um tíu metra langt gap kom á varn­argarðinn sem hlífði stálþils­gafli hafn­ar­bakk­ans. Ald­an gróf sig um 15 metra inn í gegn­um grjótvörn og skolaði burtu grjótvörn og fyll­ing­ar­efni.

Talið er að um 150 rúm­metr­ar af grjótvörn og um 300 rúm­metr­ar af fyll­ing­ar­efni hafi skol­ast burt.

Sam­kvæmt veður­mæl­ing­um í Straums­vík var vind­hraði í kviðum um og yfir 30m/​s í um tólf klukku­stund­ir.

Ástæða skemmda er lík­lega sú að með mikl­um vindi og öldu­hæð í lang­an tíma hef­ur vind­stefna og öldu­stefna vísað beint á kverk milli grjótvarn­ar og stálþils.

Heimild: Mbl.is