Home Fréttir Í fréttum 17.01.2020 Frágangur vikurnámu við Búrfell

17.01.2020 Frágangur vikurnámu við Búrfell

317
0
Búrfell

Ríkiskaup, fyrir hönd forsætisráðuneytisins, óska eftir tilboðum í frágang á vikurnámu á svæði sem er utan eignarlanda austan Búrfells í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og vestan Þjórsár.

Megininntak samnings er frágangur landssvæðis.

Athygli er vakin á því að greiðslur fyrir verkið verða í formi jarðvegs sem bjóðandi telur sig geta nýtt úr námunni skv. ákvæðum samnings.

Nánari upplýsingar er að finna í útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign.
Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið má nálgast á heimasíðu Ríkiskaupa.

Previous articleOpnun útboðs: Hringvegur (1) um Steinavötn og Fellsá – Eftirlit
Next articleNiðurrif hafið við HÍ