Home Fréttir Í fréttum Niðurrif hafið við HÍ

Niðurrif hafið við HÍ

278
0
Gamli Garður. Fram­kvæmd­ir á þessu svæði eru um­deild­ar og sagðar ógna list­rænt mik­il­vægri skipu­lags­heild. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fram­kvæmd­ir við bygg­ingu nýrra stúd­enta­í­búða eru hafn­ar á svæði Há­skóla Íslands.

<>

Á dög­un­um sást þar stór­virk vinnu­vél við niðurrif á Gamla Garði, fyrstu bygg­ingu há­skól­ans á þessu svæði, en verið var að taka niður stiga­hús á suðurgafli.

Nýju stúd­enta­í­búðirn­ar verða þrjár hæðir og kjall­ari og munu þær tengj­ast Gamla Garði við áður­nefnd­an suðurgafl.

Há­marks­bygg­ing­ar­magn er 2.900 fer­metr­ar of­anj­arðar og 480 fer­metr­ar neðanj­arðar, eða sam­tals 3.300 fer­metr­ar.

Gert er ráð fyr­ir að í viðbygg­ing­unni verði 70 ný stúd­enta­her­bergi ásamt sam­eig­in­leg­um eld­hús­um, sam­komu­rým­um og geymsl­um. And­rúm arki­tekt­ar ehf. sáu um hönn­un, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is