Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Hringvegur (1) um Steinavötn og Fellsá – Eftirlit

Opnun útboðs: Hringvegur (1) um Steinavötn og Fellsá – Eftirlit

282
0

Tilboð opnuð 17. desember 2019. Vegagerðin bauð út eftirlit með smíði nýrra brúa á Steinavötn og Fellsá ásamt rifi á steyptri brú yfir Steinavötn, vegtengingu við nýjar brýr, byggingu bráðabirgðahjáleiðar og tengingu bráðabirgðabrúar við Fellsá og rifi á núverandi brú yfir Fellsá ásamt frágangi vegsvæðis.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Á fyrri opnunarfundi 10 desember 2019 var tilkynntt hverjir skiluðu inn tilboðum. Á síðari opnunarfundi, 17. desember 2019, var tilkynnt stigagjöf bjóðenda í hæfnismati og verðtilboð hæfra bjóðenda.

Allir bjóðendur uppfylltu kröfur í hæfnismati.

Previous articleAfgreiðsla mála hjá kærunefnd útboðsmála flyst til yfirskattanefndar
Next article17.01.2020 Frágangur vikurnámu við Búrfell