Home Fréttir Í fréttum Afgreiðsla mála hjá kærunefnd útboðsmála flyst til yfirskattanefndar

Afgreiðsla mála hjá kærunefnd útboðsmála flyst til yfirskattanefndar

118
0
Mynd: Stjórnarráðið

Afgreiðsla mála hjá kærunefnd útboðsmála flyst 1. janúar 2020 úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu til yfirskattanefndar.

<>

Hlutverk kærunefndar útboðsmála er að leysa með skjótum og óhlutdrægum hætti úr kærum fyrirtækja vegna ætlaðra brota á lögum um opinber innkaup og reglum settum samkvæmt þeim.

Þar á meðal um almenn innkaup opinberra aðila, innkaup á sviði varnar- og öryggismála, innkaup opinberra aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu og gerð sérleyfissamninga.

Eftir 1. janúar 2020 annast yfirskattanefnd afgreiðslu kærunefndarinnar og móttöku skjala vegna kæra og er vísað á eftirfarandi heimilis- og netfang vegna gagna og upplýsinga sem send eru nefndinni:
Yfirskattanefnd
Borgartúni 31
105 Reykjavík
knu@yfirskattanefnd.is

 

Heimild: Stjórnarráðið