Home Fréttir Í fréttum Hyatt-hót­el í gamla sjón­varps­hús­inu

Hyatt-hót­el í gamla sjón­varps­hús­inu

224
0
Gamla sjón­varps­húsið við Lauga­veg. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

Alþjóðlega hót­elkeðjan Hyatt og Reit­ir fast­eigna­fé­lag hafa und­ir­ritað sér­leyf­is­samn­ing um rekst­ur Hyatt Centric-hót­els á Lauga­vegi 176.

<>

Fast­eign­in, sem um ára­tuga skeið hýsti starf­semi Rík­is­sjón­varps­ins, verður end­ur­byggð og stækkuð þannig að hún rúmi 169 her­bergi, fund­ar­sali, veit­ingastað, heilsu­rækt og al­menn­ings­rými.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Reit­um. Þar seg­ir enn frem­ur að fast­eigna­fé­lagið stefni að því að halda eign­inni í eigna­safni sínu til lengri tíma en selja rekst­ur hót­els­ins til traustra rekstr­araðila.

Gert er ráð fyr­ir því að hót­elið verði opnað 2022.
Um er að ræða fyrsta hót­elið á Norður­lönd­un­um sem er opnað und­ir vörumerki Hyatt-keðjunn­ar og sjö­unda Hyatt Centric-hót­elið í Evr­ópu en vörumerkið flokk­ast sem lífs­stíls­hót­el.

„Síðastliðið ár höf­um við lagt mikla vinnu í að kynna okk­ur nor­ræna markaðinn og kynn­ast þró­un­araðilan­um og fast­eigna­eig­and­an­um á Íslandi.

Inn­koma okk­ar á markaðinn með Hyatt Centric Reykja­vík er því mik­il­væg­ur áfangi fyr­ir okk­ur. Opn­un­in ber ekki ein­göngu vitni um hinn mikla vöxt Hyatt þegar kem­ur að gæðahót­el­um í Evr­ópu held­ur styður hún einnig áform okk­ar um að hasla okk­ur völl á mörkuðum þar sem svæðis­bundn­ir aðilar ráða ríkj­um,“ er haft eft­ir Peter Norm­an, fram­kvæmda­stjóra þró­un­ar hjá Hyatt.

„Það er mjög ánægju­legt að geta til­kynnt opn­un fyrsta Hyatt-hót­els­ins á Íslandi. Vörumerkið er rót­gróið og þekkt um all­an heim og við sjá­um mik­il tæki­færi fólg­in í því að opna hót­el í sam­starfi við slík­an aðila,“ er meðal ann­ars haft eft­ir Guðjóni Auðuns­syni, for­stjóra Reita.

Heimild: Mbl.is