Home Fréttir Í fréttum Hola ís­lenskra fræða heyr­ir sög­unni til

Hola ís­lenskra fræða heyr­ir sög­unni til

171
0
Fram­kvæmd­ir eru aðeins á und­an áætl­un við Hús ís­lenskra fræða. Ljós­mynd/​Aðsend

„Hola ís­lenskra fræða er ekki leng­ur til. Í staðinn er kom­inn kjall­ari bygg­ing­ar­inn­ar þar sem meðal ann­ars sjálft hand­rita­safn Árna­stofn­un­ar verður varðveitt,“ seg­ir Karl Pét­ur Jóns­son, verk­efna­stjóri út­gáfu- og upp­lýs­inga­mála hjá Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins.
Þetta sést glöggt á meðfylgj­andi mynd sem var tek­in rétt rúm­lega tíu í morg­un.

<>

Til hliðar við grunn­inn stend­ur bíla­kjall­ari sem mun mynda und­ir­stöðu tjarn­ar.
Fram­kvæmd­ir við húsið hafa væg­ast sagt dreg­ist ákaf­lega lengi. Til að gera langa sögu stutta var upp­haf­lega efnt til sam­keppni um Hús ís­lenskra fræða árið 2008 þegar Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir var mennta­málaráðherra.

Skömmu seinna skall hrunið á með til­heyr­andi af­leiðing­um en f yrsta skóflu­stung­an var tek­in 2013. Ístak verk­tak­ar tóku við fram­kvæmd­inni eft­ir að hafa boðið lægst í útboði í fe­brú­ar á þessu ári.

Nú er búið að fylla upp í hol­una sem lengi gapti tóm og ekk­ert bend­ir til ann­ars en áfram verði haldið þar til húsið verður tekið í notk­un eft­ir rúm þrjú ár.

Á þessu tæpa ári hafa fram­kvæmd­ir gengið væg­ast sagt mjög vel og er verkið núna aðeins á und­an áætl­un. Prýðilegt veður það sem af er vetri, þar til í dag, hef­ur auðveldað verkið. Upp­steyp­an hef­ur gengið vel en óvenju­mikið hægviðri hef­ur verið í haust og vet­ur, að sögn Karls Pét­urs.

Áætluð verklok eru árið 2023. Reiknað er með að húsið verði tekið í notk­un eft­ir sum­arið það ár. Reiknað er með að strax næsta sum­ar verði fyrsta hæðin ris­in og í lok sum­ars verður megnið af hús­inu risið.

Und­an­farið hafa að jafnaði verið um 50 manns að störf­um á svæðinu. Nú þegar hafa um 1.500 rúm­metr­ar af steypu farið í kjall­ara aðal­bygg­ing­ar og bíla­kjall­ar­ann. Er það um fjórðung­ur þeirr­ar steypu sem fara mun í bygg­ing­una.

„Þetta er mjög flók­in bygg­ing. Það mun taka lang­an tíma að klára,“ seg­ir Karl Pét­ur.
Í meðfylgj­andi mynd­bandi er Árna­stofn­un heim­sótt og viðtal við Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra, Guðrúnu Nor­dal, for­stöðumann Stofn­un­ar Árna Magnús­son­ar í ís­lensk­um fræðum, og Lilju Al­freðsdótt­ur mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Heimild: Mbl.is