Home Fréttir Í fréttum Átelja eftirlitsleysi með lögvernduðum iðngreinum

Átelja eftirlitsleysi með lögvernduðum iðngreinum

426
0
Mynd: Ruv.is

Formenn tólf meistarafélaga á sviði bygginga- og mannvirkjagerðar innan Meistaradeildar Samtaka iðnaðarins segja með öllu óásættanlegt að ekkert opinbert eftirlit sé með þeim fjölmörgu lögvernduðu iðngreinum sem iðnaðarlögin nái til.

<>

Í ályktun segja þau nauðsynlegt að endurskoða núgildandi iðnaðarlög og bæta eftirfylgni með þeim. Engin úrræði séu til staðar til að stöðva ófaglært fólk sem gangi inn á svið lögverndaðra iðngreina þrátt fyrir kærur til lögreglu og kvartanir til Neytendastofu.
Mikilvægt sé að grípa þegar í stað til úrræða í bygginga- og mannvirkjagerð til að stöðva fúskara sem ekki hafi tilskilin réttindi. Störf iðnaðarmanna og réttur þeirra til að reka iðnað í atvinnuskyni njóti lögverndunar.
Tilgangur laganna sé að vernda neytendur og tryggja gæði og fagmennsku enda hafi iðnaðarmenn lokið bóklegu og verklegu námi til að öðlast kunnáttu og færni í faginu.
Formenn meistarafélaganna hvetja stjórnvöld til að koma á virku opinberu eftirliti og tryggja þannig að öryggi og heilsu landsmanna sé ekki stefnt í hættu.

Meistarafélögin 12 sem senda frá sér ályktunina eru:

Félag blikksmiðjueigenda
Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara
Félag skrúðgarðyrkjumeistara
Málarameistarafélagið
Meistarafélag byggingarmanna á Norðurlandi
Meistarafélag húsasmiða
Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði
Meistarafélag Suðurlands
Múrararmeistarafélag Reykjavíkur
Meistarafélag byggingarmanna Vestmannaeyjum
Meistarafélag byggingarmanna Suðurnesjum
Samtök rafverktaka

Heimild: Ruv.is