Home Fréttir Í fréttum Baðlón opn­ar á Kárs­nesi á ár­inu 2021

Baðlón opn­ar á Kárs­nesi á ár­inu 2021

258
0
Baðlónið verður vest­ast á Kárs­nesi og úr því verður fal­legt út­sýni til hafs og til Álfta­ness og Reykja­vík­ur. Fram­kvæmd­ir eru hafn­ar. Ljóæs­mynd/​Aðsend

Fram­kvæmd­ir eru hafn­ar við nýtt baðlón vest­ast á Kárs­nesi í Kópa­vogi. Það mun opna dyr sín­ar fyr­ir gest­um á ár­inu 2021.

<>

Í fyrsta áfanga er gert ráð fyr­ir heitu baðlóni við sjó­inn með út­sýni út á hafið og til Bessastaða, kaldri laug og gufu­böðum.

Kostnaður við þann áfanga er áætlaður 4 millj­arðar króna. „Búið er að vinna að þessu verk­efni í mörg ár. Það er komið á þann stað núna að fram­kvæmd­ir eru að hefjast,“ seg­ir Gest­ur Þóris­son, einn af aðstand­end­um verk­efn­is­ins í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Jarðvinna er haf­in á lóð fyr­ir­tæk­is­ins og bú­ist við að steypu­vinna hefj­ist í næstu viku. Í þess­um fyrsta áfanga verður baðlón ásamt kaldri laug og gufu­böðum með til­heyr­andi mann­virkj­um.

Jafn­framt aðstaða fyr­ir veit­inga­sölu og aðra þjón­ustu við gesti.
Fyr­ir­hugað er að ráðast í frek­ari upp­bygg­ingu á lóðinni sem er um 3 hekt­ar­ar að stærð, meðal ann­ars að stækka baðlónið ásamt mann­virkj­um sem því fylg­ir.

Heimild: Mbl.is