Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Ganga til samninga við Ellert Skúlason um gerð göngustígs milli Garðs og...

Ganga til samninga við Ellert Skúlason um gerð göngustígs milli Garðs og Sandgerðis

357
0
Myndin tengist fréttinni ekki beint Mynd: Facebook/Ellert Skúlason

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur ákveðið að ganga til samninga við verktakafyrirtækið Ellert Skúlason ehf um framkvæmdir við nýjan göngustíg á milli Garðs og Sandgerðis.

<>

Göngustígurinn verður rúmlega fjögurra kílómetra langur, malbikaður í 2,5 metra breidd og upplýstur.

Samkvæmt útboðsgögnum á framkvæmdum að vera lokið fyrir 1. apríl á næsta ári.

Samkvæmt heimildum Suðurnes.net var tilboð Ellerts Skúlasonar hef. ekki lægst þeirra sem bárust, en eftir yfirferð og kynningu á þeim tilboðum sem bárust eftir útboð var lagt til að gengið verði til samninga um verkið við fyrrnefnt verktakafyrirtæki.

Ekki fengust upplýsingar hjá Suðurnesjabæ um fjölda tilboða sem bárust né upphæðir.

Heimild: Sudurnes.net