Home Fréttir Í fréttum Nýr leikskóli í Skógarhverfi á Akranesi í útboðsferli

Nýr leikskóli í Skógarhverfi á Akranesi í útboðsferli

134
0
Mynd: Skagafrettir.is

Nýr leikskóli verður byggður í Skógarhverfi á Akranesi á næstu misserum.
Bæjarráð Akranes samþykkti á síðasta fundi sínum útboðsgögn vegna hönnunar á nýjum leikskóla.

<>

Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og sviðsstjóri skipulag- og umhverfissvið eiga að fylgja málinu eftir – samkvæmt bókun í fundargerð bæjarráðs.
A

lls eru fjórir leikskólar til staðar á Akranesi þar sem 441 nemandi kemst að. Mikil þörf hefur verið á leikskólaplássum og mun nýr skóli í Skógarhverfi breyta miklu í því samhengi.

Í sögulegu samhengi eru miklar líkur á því að nýi leikskólinn fái nafnið Skógarsel. En það á eftir að koma í ljós.

Heimild: Skagafrettir.is