Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Samþykkt að kaupa útbúnað í nýtt fimleikahús á Akranesi fyrir tæplega...

Samþykkt að kaupa útbúnað í nýtt fimleikahús á Akranesi fyrir tæplega 68 milljónir kr.

258
0
Mynd: Skagafrettir.is

Á síðasta fundi skipulags – og umhverfisráðs Akraness var samþykkt að ganga að tilboðum vegna kaupa á útbúnaði í nýtt fimleikahús sem er í byggingu við Vesturgötu.

<>

Karl Jóhann Haagensen verkefnastjóri fór yfir þessi atriði á fundinum með nefndinni.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti að ganga að tilboði Euro gymnastic fyrir tæplega 40,3 milljónir kr. og einnig að tilboði frá Altis fyrir rétt tæplega 27,5 milljónir kr.

Samtals er þetta útbúnaður fyrir 67,8 milljónir kr.

Heimild: Skagafrettir.is