Home Fréttir Í fréttum 150 milljóna hagnaður hjá Framkvæmdafélagi Arnarhvols

150 milljóna hagnaður hjá Framkvæmdafélagi Arnarhvols

879
0
Björgólfur Thor Björgólfsson Mynd: vb.is

Framkvæmdafélagið Arnarhvoll velti 2,9 milljörðum króna og hagnaðist um 151 milljón króna á síðasta ári.

<>

Félagið starfar í verktakageiranum og hóf störf í desember 2017.
Félagið vinnur að byggingu 17.500 fermetra húsnæðis í Vísindagörðum í Vatnsmýri sem mun meðal annars hýsa höfuðstöðvar CCP sem og fjölbýlishús við Bjarkarholt í Mosfellsbæ.

Meðal hluthafa í félaginu er sjóðurinn Construo í stýringu hjá GAMMA og Björgólfur Thor Björgólfsson, Andri Sveinsson, Árni Geir Magnússon, Birgir Már Ragnarsson, og Karl Þráinsson.

Eigið fé félagsins nam 305 milljónum króna í árslok 2018, eignir námu 698 milljónum króna og skuldir 393 milljónir króna.

Heimild: Vb.is