Home Fréttir Í fréttum Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni

Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni

330
0
Svona gæti innanlands- og millilandaflugvöllur litið út í Hvassahrauni. Fjær má sjá álverið í Straumsvík og byggðina í Hafnarfirði. Lega flugbrauta er sýnd miðað við niðurstöður sem þegar liggja fyrir úr veðurfarsrannsóknum. Mynd/Goldberg Partners International.

Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug.

<>

Forstjóri félagsins segir að þegar horft sé til framtíðar verði hagkvæmt að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.

Myndin hér að ofan sýnir hvernig alþjóðaflugvöllur gæti litið út í Hvassahrauni, rétt í jaðri höfuðborgarsvæðisins.

Vegalengdin úr miðborg Reykjavíkur yrði aðeins um tuttugu kílómetrar í stað um fimmtíu kílómetra til Keflavíkur.

Myndin er úr skýrslu Goldberg Partners International, sem birt er sem viðauki með skýrslu stýrihóps samgönguráðuneytis um flugvallakosti suðvestanlands en það var Icelandair sem fékk Goldberg ráðgjafafyrirtækið upphaflega að málinu.

Flugstöðin á myndinni er hönnuð í samstarfi Icelandair og Goldberg til að henta þörfum tengiflugs betur en hægt er á Keflavíkurflugvelli.

Flugbrautirnar eru sýndar í brautarstefnu miðað við þær niðurstöður sem þegar liggja fyrir úr veðurfarsrannsóknum, meðal annars með raunverulegu aðflugi á Boeing 757-þotu.

Heimild: Visir.is