Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Suðureyrarhöfn, endurbygging Vesturkants 2019

Opnun útboðs: Suðureyrarhöfn, endurbygging Vesturkants 2019

280
0

Tilboð opnuð 3. desember 2019.

<>

Hafnir Ísafjarðarbæjar óskuðu eftir tilboðum í endurbyggingu Vesturkants á Suðureyri.

Útboðið nefnist: Suðureyrarhöfn, endurbygging Vesturkants 2019

Helstu magntölur:
· Reka niður 36 tvöfaldar stálþilsplötur af gerð AZ14-770 10/10 og ganga frá stagbitum og stögum.
· Steypa 18 akkerisplötur.
· Steypa um 54,5m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.
· Jarðvinna, fylla upp fyrir innan þil um 620 m³ og ofan á svæði undir þekju.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júní 2020.