Home Fréttir Í fréttum Nýtt íþrótta­hús ÍR tek­ur á sig mynd í Mjódd

Nýtt íþrótta­hús ÍR tek­ur á sig mynd í Mjódd

318
0
Mynd: mbl.is/​​Hari

Fram­kvæmd­ir standa nú yfir við nýtt fjöl­nota íþrótta­hús ÍR í Mjódd og var stál­grind þess reist á dög­un­um.

<>

Nýja húsið mun bæta íþróttaaðstöðuna í Breiðholti til muna.
Húsið verður rúm­ir 4.300 fer­metr­ar að stærð og sam­an­stend­ur af fjöl­nota íþrótta­sal sem er á stærð við hálf­an knatt­spyrnu­völl auk æf­inga­svæðis fyr­ir frjáls­ar íþrótt­ir.

Hliðarbygg­ing verður tæp­ir 1.300 fer­metr­ar.

Áætlaður kostnaður er 1,2 millj­arðar króna.

Heimild: Mbl.is