Home Fréttir Í fréttum Verk­tak­ar vilji selja á markaðsvirði

Verk­tak­ar vilji selja á markaðsvirði

257
0
Frá Hús­næðisþingi í morg­un. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ekki er gefið að verð á íbúðum lækki, enda þótt sveit­ar­fé­lög lækki lóða- og innviðakostnað.

<>

Þetta kom fram í máli Björns Karls­son­ar, for­stjóra Mann­virkja­stofn­un­ar, sem var á meðal viðmæl­enda í Sjón­ar­horni á Hús­næðisþingi Íbúðalána­sjóðs og Fé­lags­málaráðuneyt­is­ins sem er haldið á Hilt­on Reykja­vík Hotel.

„Verktak­inn hef­ur alltaf til­hneig­ingu til þess að selja á markaðsvirði, þótt hann hafi fengið lóðina ódýra,“ sagði hann, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.
Mikið hef­ur verið rætt um áhrif gjald­töku op­in­berra aðila á hús­næðis­verð.

Gagn­rýnt hef­ur verið að kostnaður við lóðir og innviði séu verk­tök­um, og í fram­hald­inu, hús­næðis­kaup­end­um, þung­ur í skauti.

Þetta kom til að mynda fram í máli Vign­is Steinþórs Hall­dórs­son­ar, stjórn­ar­for­manns Mót-X, sem í er­indi sínu á Hús­næðisþingi gagn­rýndi bæði gjöld og reglu­verk.

„Hvernig get­um við byggt hag­kvæmt hús­næði þegar gjald­tak­an er enda­laus á okk­ur,“ sagði hann, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni.

Björn Karls­son sagði sveit­ar­fé­lög hafa til­hneig­ingu til að selja lóðirn­ar „svo­lítið dýrt“ til að hafa upp í gatna­gerðar­gjöld, eft­ir­lits­gjöld og fleira.

„Þó að sveit­ar­fé­lög fari síðan og lækki lóðaverðið, til þess að það sé hægt að byggja ódýrt, þá sel­ur verktak­inn samt alltaf á markaðsvirði,” sagði Björn.

Heimild: Mbl.is