Home Fréttir Í fréttum Gera at­huga­semd­ir við skýrslu um RÚV

Gera at­huga­semd­ir við skýrslu um RÚV

124
0
Frá fram­kvæmd­um á RÚV-reitn­um. mbl.is/​RAX

Reykja­vík­ur­borg fékk ekki tæki­færi til að koma at­huga­semd­um við skýrslu­drög á fram­færi við Rík­is­end­ur­skoðun þegar skýrsla um RÚV var á vinnslu­stigi og hef­ur í kjöl­far út­gáfu skýrsl­unn­ar komið at­huga­semd­um á fram­færi við stofn­un­ina.

<>

Rík­is­end­ur­skoðun hef­ur fall­ist á rétt­mæti at­huga­semd­anna.
Frá þessu er greint í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg þar sem fjallað er um samn­inga á milli RÚV og Reykja­vík­ur­borg­ar um lóð Rík­is­út­varps­ins ohf að Efsta­leiti 1.

Í til­kynn­ingu borg­ar­inn­ar seg­ir að í skýrsl­unni sé að finna um­fjöll­un um að ekki hafi verið leitað eft­ir samþykki Reykja­vík­ur­borg­ar þegar lóðinni við Efsta­leiti var skipt upp við stofn­un RÚV ohf., þ.e. milli fé­lags­ins og rík­is­sjóðs.

„Rík­is­end­ur­skoðandi óskaði eft­ir skýr­ing­um á þessu við vinnslu skýrsl­unn­ar og borg­ar­lögmaður svaraði því bréf­leiðis að eng­in slík upp­skipt­ing hefði átt sér stað þar sem Rík­is­út­varpið var skráður og þing­lýst­ur eig­andi lóðar­inn­ar í heild sinni.

Breyt­ing á því hefði kraf­ist samþykk­is skipu­lags­full­trúa og bygg­ing­ar­full­trúa og gerðar nýrra skil­mála um hvora lóð fyr­ir sig auk fleiri atriða,“ seg­ir í til­kynn­ingu borg­ar­inn­ar.

Enn frem­ur seg­ir í til­kynn­ing­unni að borg­in hafi gengið til samn­inga við RÚV um upp­bygg­ingu lóðar­inn­ar án þess að gera kröfu um þátt­töku í stofn­kostnaði innviða eða kostnaði við að gera lóðina bygg­ing­ar­hæfa.

„Rík­is­end­ur­skoðun tek­ur ekki mið af því í ábend­ing­um sín­um að RÚV þurfti að bera kostnað sem nam hálf­um millj­arði við að gera lóðina bygg­ing­ar­hæfa, vegna þess að göt­ur og aðrir innviðir inn­an lóðar á svæðinu eru greidd­ir af RÚV en ekki Reykja­vík­ur­borg.

Það er því röng álykt­un að RÚV hafi ekki greitt hlut­deild í innviðum eða kostnað við að gera bygg­ing­areiti hæfa til upp­bygg­ing­ar, enda stang­ast ábend­ing rík­is­end­ur­skoðanda á við upp­hæðir og upp­lýs­ing­ar á bls. 32 í skýrsl­unni.

Þar að auki fékk Reykja­vík­ur­borg hluta bygg­ing­ar­rétt­ar­ins sem varð til með nýju deili­skipu­lagi í sinn hlut og fram­kvæmdaaðili á reitn­um greiddi 523 millj­ón­ir króna í gatna­gerðar­gjöld eins og skýrt var tekið fram í sam­komu­lag­inu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Það sem hafi vakið fyr­ir borg­inni með áður­nefnd­um samn­ingi, líkt og öðrum, var að tryggja upp­bygg­ingu á reitn­um, þétt­ingu byggðar og mark­mið um fé­lags­lega fjöl­breytni fyr­ir íbúa í öll­um hverf­um.

Heimild: Mbl.is