Home Fréttir Í fréttum Baltas­ar vill fjár­festa í Gufu­nesi

Baltas­ar vill fjár­festa í Gufu­nesi

283
0
Baltas­ar Kor­mák­ur Baltas­ars­son. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Stefnt er að því að fá fjár­festa að upp­bygg­ingu íbúðar- og at­vinnu­hús­næðis á lóðum í Gufu­nesi sem fé­lagið GN Studi­os keypti af Reykja­vík­ur­borg í árs­lok 2017.

<>

Þetta staðfesta heim­ild­ir ViðskiptaMogg­ans.

Um er að ræða gríðarlega um­fangs­mikið verk­efni sem talið er munu kosta um 20 millj­arða króna.

Gengið hef­ur verið frá sam­komu­lagi við fast­eignaþró­un­ar­fé­lagið Spildu um stofn­un nýs fé­lags sem halda mun utan um upp­bygg­ing­una og verður bygg­ing­ar­rétt­ur GN Studi­os á fyrr­nefnd­um lóðum flutt­ur yfir í nýtt fé­lag, ef af áformun­um verður.

Ekki ligg­ur fyr­ir á þess­ari stundu hver hlut­deild Baltas­ars Kor­máks verður í nýju fé­lagi.

Heim­ild­ir ViðskiptaMogg­ans herma að hlut­ur Spildu verði um 15% miðað við fyr­ir­liggj­andi sam­komu­lag.

Fjár­mála­fyr­ir­tækið Arctica Fin­ance hef­ur verið ráðið til þess að fá fjár­festa að verk­efn­inu.

Heimild: Mbl.is