Home Fréttir Í fréttum Gaml­ir skúr­ar víkja fyr­ir nýj­um hús­um

Gaml­ir skúr­ar víkja fyr­ir nýj­um hús­um

261
0
Mik­il breyt­ing verður á Ægis­garði þegar nýju hús­in verða kom­in upp. Tölvu­mynd/​Yrki arki­tekt­ar

Ægis­garður í Gömlu höfn­inni í Reykja­vík er að taka stakka­skipt­um. Skúr­ar sem sett hafa svip sinn á svæðið hafa verið fjar­lægðir. Skúr­arn­ir hafa verið aðset­ur hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tækja und­an­far­in ár.

<>

Næsta sum­ar verður búið að koma fyr­ir nýj­um sölu­hús­um á svæðinu, þar sem ferðamenn geta keypt sér miða í hvala- og lunda­skoðun­ar­ferðir og aðrar slík­ar ferðir. Þá hef­ur tæki­færið verið notað til þess að end­ur­nýja lagn­ir í jörðu.

Ægis­garður ligg­ur í beinu fram­haldi af Ægis­götu. Hann er aust­an Slipps­ins og hafa hval­bát­ar Hvals hf. haft viðlegu við Ægis­garð í ár­araðir.

Um­ferð er­lendra ferðamanna hef­ur stór­auk­ist á svæðinu und­an­far­in ár og tími kom­inn til að end­ur­nýja það og fegra.
Faxa­flóa­hafn­ir skrifuðu und­ir verk­samn­ing við E Sig­urðsson ehf. þann 15. maí 2019.

Samn­ings­upp­hæðin er tæp­lega 400 millj­ón­ir. E. Sig­urðsson er að smíða sölu­hús­in og sér fyr­ir­tækið um allt verkið, þ.m talið jarðvinn­una við Ægis­garð.

Verk­inu á að ljúka 30. apríl 2020, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um fram­kvæmd þessa í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is