Home Fréttir Í fréttum Vilja nú allt að 720 íbúðir á Garðheimareit­inn

Vilja nú allt að 720 íbúðir á Garðheimareit­inn

243
0
Teikn­ing/​Hag­ar

Full­mótuðum til­lög­um Haga um breytta notk­un lóða á veg­um fé­lags­ins í Reykja­vík var skilað inn til samn­inga­nefnd­ar Reykja­vík­ur­borg­ar í sum­ar en til­lög­urn­ar voru á meðal þess sem fjallað var um á kynn­ing­ar­fundi fyr­ir markaðsaðila og hlut­hafa þess í morg­un.

<>

Meðal ann­ars er gert ráð fyr­ir mik­illi fjölg­un íbúða á Garðheimareitn­um við Stekkj­ar­bakka miðað við fyrri hug­mynd­ir, auk tuga íbúða á horni Eg­ils­götu og Snorra­braut­ar.

Til­lög­un­um var skilað inn í júní í sum­ar og eru að mati Haga í fullu sam­ræmi við stefnu borg­ar­inn­ar um fækk­un bens­ín­stöðva, þétt­ingu byggðar og hug­mynd­um um „kaup­mann­inn á horn­inu“ sem snýst um versl­an­ir sem eru inn­an við eitt þúsund fer­metr­ar að stærð og fólk get­ur nálg­ast fót­gang­andi.

Finn­ur Árna­son, for­stjóri Haga, gerði grein fyr­ir til­lög­um fé­lags­ins á fund­in­um en þær lóðir sem um er að ræða eru við Stekkj­ar­bakka, Fjall­konu­veg, Skúla­götu, Eg­ils­götu og Ánanaust. „Við erum með í okk­ar til­lög­um versl­un­ar­hús­næði, íbúðar­hús­næði og orku­sölu, eða bens­ín­dæl­ur fyr­ir utan versl­an­ir, á þeim lóðum sem við höf­um sett í for­gang.“

Garðheimareitur loftmynd

720 íbúðir við Stekkj­ar­bakka
Stærsta verk­efnið væri Stekkj­ar­bakki. Þar væri gert ráð fyr­ir allt að 720 íbúðum og 3.500 fer­metr­um und­ir versl­un og þjón­ustu. Þar yrði þá ann­ars veg­ar Bónusversl­un og hins veg­ar orku­sala á veg­um Olís.

Áður var gert ráð fyr­ir 400-500 íbúðum á svæðinu. Finn­ur seg­ir í sam­tali við mbl.is að eft­ir sam­tal við Reykja­vík­ur­borg hafi niðurstaðan verið sú að hægt væri að bæta við íbúðum á svæðinu.

Við Fjall­konu­veg í Grafar­vogi sæi fé­lagið fyr­ir sér inn­an við eitt þúsund fer­metra versl­un­ar­hús­næði og íbúðir fyr­ir ofan auk orku­sölu.

Hvað Skúla­götu varðar sagði Finn­ur á fund­in­um að einnig væri gert ráð fyr­ir inn­an við eitt þúsund fer­metra versl­un­ar­hús­næði þar og orku­sölu á lóðinni.

Hag­ar hefðu fundið fyr­ir mikl­um þrýst­ingi frá íbúðum á svæðinu og viðskipta­vin­um að Bón­us kæmi þangað og það væri mat fé­lags­ins að þessi staðsetn­ing væri vel til þess fall­in.

 

Enn frem­ur væri gert ráð fyr­ir inn­an við þúsund fer­metra versl­un á horni Eg­ils­götu, og Snorra­braut­ar þar sem nú er rek­in ÓB-bens­ín­stöð, og íbúðabyggð með allt að 40 íbúðum.

Þar yrði ekki áfram orku­sala. Þá væri gert ráð fyr­ir versl­un og orku­sölu við Ánanaust.

Stærsta fjár­fest­ing­ar­verk­efni Haga á ár­inu væri bygg­ing á kæli- og frysti­vöru­hús­næði upp á 4.100 fer­metra.

Áætlaður kostnaður við hús­næðið væri um 1.600 millj­ón­ir króna og gert væri ráð fyr­ir að það yrði komið í fulla notk­un. Hag­ar rækju í dag þrjár sér­vöru­versl­an­ir í rekstri, 41 ÓB-stöð, 28 þjón­ustu­stöðvar Olís og 41 dag­vöru­versl­un.

Heimild: Mbl.is