Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Hvalfjarðargöng (1): Ljósleiðarakerfi, endurbætur

Opnun útboðs: Hvalfjarðargöng (1): Ljósleiðarakerfi, endurbætur

208
0

Tilboð opnuð 22. október 2019. Lagning ljósleiðararöra ásamt lagningu ljósleiðara og tenginga í og við Hvalfjarðargöng.

<>

Verkið felur í sér lagningu ljósleiðararöra, uppsetningu fjarskiptaskápa, blástur og/eða ídrátt ljósleiðarastrengja ásamt tengingum þeirra í og við Hvalfjarðargöng.

Hvalfjarðargöng liggja undir Hvalfjörð og eru um 5,8 km löng. Ljósleiðarakerfið hefur það hlutverk að tengja saman allan þann búnað sem þarf að tala saman í göngunum ásamt að tryggja að öll fjarskipti innan ganga ásamt til og frá göngum gangi vel fyrir sig.

Ídráttur átta 12mm ljósleiðararöra í 75mm ídráttarrör 5.900 m
Ljósleiðari 4.230 m
Uppsetning á 50mm rörum í þak ganga við öll tæknirými 261 m
Fjarskiptaskápar í göngum 4 stk.
Tengihilla fyrir ljósleiðara í fjarskiptaskáp 12 stk.
(528 splæsingar í það heila í þessar 12 tengihillur)
Ljósleiðarasplæsingar 404 stk.
Mælingar á ljósleiðara HT

Verki skal lokið að fullu 29. febrúar 2020.