Fasteignaeigendur, landeigendur og lóðarhafar við Hrannargötu, Vatnsnesveg og Víkurbraut hafa lagt fram sameiginlega ósk um gerð deiliskipulags á Vatnsnessvæði. Beiðnin var tekin fyrir á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar á föstudag.
Lóðirnar sem um ræðir eru samtals tæplega 17 þúsund fermetrar að flatarmáli og gerir tillagan ráð fyrir að svæðið verði skipulagt sem íbúðasvæði með allt að 300 íbúðum.
Gert er ráð fyrir nokkrum sjö hæða byggingum á lóðunum sem myndu þá rýma yfir 600 íbúa.
Umhverfis- og skipulagsráð veitti lóðahrhöfum heimild til þess að vinna deiliskipulagstillöguna áfram, en í samvinnu við skipulagsfulltrúa með þeim fyrirvara að aðalskipulag Reykjanesbæjar er í endurskoðun.
Heimild: Sudurnes.net