Home Fréttir Í fréttum Hlaðnir vegg­ir rifn­ir á kostnað eig­anda

Hlaðnir vegg­ir rifn­ir á kostnað eig­anda

295
0
Verk­tak­ar rifu hluta af óleyf­is­mann­virkinnu við lóð Gentle Gi­ants á hafn­ar­svæði Húsa­vík­ur. Morg­un­blaðið/​Hafþór Hreiðars­son

Vegg­ir sem hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tæki reisti utan um hús sitt, utan lóðarmarka á hafn­ar­svæðinu á Húsa­vík, hafa verið rifn­ir.

<>

Vegg­irn­ir voru reist­ir án leyf­is bæj­ar­yf­ir­valda og raun­ar þrátt fyr­ir að synjað hefði verið ít­rekað um leyfi og verkið verið stöðvað, að sögn Gauks Hjart­ar­son­ar, skipu­lags- og bygg­ing­ar­full­trúa Norðurþings.

Hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tækið Gentle Gi­ants reisti fjóra veggi. Sveit­ar­fé­lagið fór form­lega fram á það við fyr­ir­tækið 16. ág­úst sl. að þeir yrðu fjar­lægðir. Að öðrum kosti yrðu þeir rifn­ir á kostnað þess. Ekki var orðið við því.

Verk­tak­ar á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins rifu tvo vegg­ina í vik­unni. Ann­ars veg­ar vest­ur­vegg­inn sem síðast var reist­ur og gekk hálf­an metra út í göt­una Hafn­ar­stétt og hins veg­ar suður­vegg­inn sem gekk inn á lóð ná­grann­ans í óþökk hans.

Eft­ir standa aust­ur- og norður­vegg­ur. Þeir voru reist­ir fyr­ir rúmu ári. Úrsk­urðar­nefnd féllst á að Norðurþing gæti stöðvað fram­kvæmd­ina og látið fjar­lægja þá.

Norður­vegg­ur­inn var færður. Eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins var boðið sam­komu­lag um að aust­ur­vegg­ur fengi að standa gegn því að bær­inn fengi að fjar­lægja hann síðar ef á þyrfti að halda.

Því boði hef­ur ekki verið tekið.

Heimild: Mbl.is