Home Fréttir Í fréttum Fram­kvæmd­um um allt land verði flýtt

Fram­kvæmd­um um allt land verði flýtt

195
0
Kjal­ar­nes­veg­ur. Fram­kvæmd­ir við hann eru meðal þeirra sem á að flýta sam­kvæmt end­ur­skoðaðri sam­göngu­áætlun. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Flýta þarf sam­göngu­verk­efn­um í öll­um lands­hlut­um frá því sem áður hafði verið ákveðið. Þetta kem­ur fram í end­ur­skoðaðri sam­göngu­áætlun sem Sig­urður Ingi Jó­hanns­son,sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, kynnti á fundi ráðuneyt­is­ins í morg­un.

<>

Sú sam­göngu­áætl­un sem nú er í gildi er fyr­ir árin 2019 – 2033, en á fund­in­um kynnti sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra end­ur­skoðaða áætl­un frá og með næsta ári til árs­ins 2034.

Á Vest­ur­svæði eru þessi verk­efni brýn­ust: aðskild­ar akst­urs­stefn­ur á Kjal­ar­nes­vegi og á leiðinni Akra­fjalls­veg­ur að Borg­ar­nesi, en ráðherra sagði á fund­in­um að brýnt væri að aðskilja akst­urs­stefnu á veg­um þar sem um­ferð væri 5.000 eða fleiri bíl­ar á sól­ar­hring.

Þá eru Dynj­and­is­heiði og Bíldu­dals­veg­ur einnig á þess­um lista.
Á Norður­svæði þarf að flýta þess­um verk­efn­um: Brekkna­heiði og Vatns­nes­veg­ur.

Á Aust­ur­svæði er um að ræða þess­ar fram­kvæmd­ir: Reyðarfjörður að Breiðdals­vík, veg­ur­inn um Lón, veg­ur­inn við Horna­fjarðarfljót, Ax­ar­veg­ur, Miðfjarðargöng og Fjarðaheiðargöng.

Heimild: Mbl.is