Home Fréttir Í fréttum Stækk­ar miðbæ­inn í Hafnarfirði

Stækk­ar miðbæ­inn í Hafnarfirði

314
0
Gula húsið við nýju smá­báta­höfn­ina verður kenni­leiti. Teikn­ing/​Jvantspijker og sam­starfsaðilar

Skipu­lags­yf­ir­völd í Hafnar­f­irði hafa kynnt áform um mikla end­ur­nýj­un hafn­ar­svæðis­ins.

<>

Með því stækk­ar miðbær­inn veru­lega til suðurs.

Sam­tals er gert ráð fyr­ir allt að 750 íbúðum á tveim­ur reit­um og at­vinnu­hús­næði fyr­ir þúsund til fimmtán hundruð starfs­menn, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Gert er ráð fyr­ir allt að 85 þúsund fer­metr­um af íbúðar- og at­vinnu­hús­næði en til sam­an­b­urðar er grunn­flöt­ur Kringl­unn­ar um 60 þúsund fer­metr­ar.

Munu fjár­fest­ar áhuga­sam­ir um að hefja upp­bygg­ingu.

Krist­ín María Thorodd­sen, formaður hafn­ar­stjórn­ar, seg­ir að smá­báta­höfn­in verði stækkuð. Orri Stein­ars­son, arki­tekt hjá Jvantspijker, seg­ir það metnað arki­tekt­anna að tengja bet­ur sam­an miðbæ­inn og höfn­ina.

Nýtt Hafn­ar­torg við Íshúsið verði þunga­miðja slippsvæðis­ins.

Heimild: Mbl.is