Home Fréttir Í fréttum Byggingarfyrirtækjum fjölgað hratt á vanskilaskrá

Byggingarfyrirtækjum fjölgað hratt á vanskilaskrá

306
0
Mynd: Bára Huld Beck/Kjarninn.is

Á síðastliðnu ári hefur byggingarfyrirtækjum á vanskilaskrá fjölgað um tíu prósent. Alls skulduðu byggingarfyrirtæki bönkum 168 milljarða króna í ágúst.

<>

Mik­ill upp­gangur hefur verið í bygg­ing­ar­geir­anum á síð­ustu árum og búast má við fjölda nýrra bygg­inga á næstu árum. Skuldir bygg­inga­geirans við bank­ana hafa auk­ist und­an­farin ár og námu þær um 168 millj­örðum króna í lok ágúst síð­ast­liðn­um. Þá hefur bygg­ing­ar­fyr­ir­tækjum á van­skila­skrá fjölgað um tæp tíu pró­sent á und­an­förnu ári. Þetta kemur fram í nýj­um Fjár­­­mála­­stöðug­­leiki Seðla­bank­ans.

Ferða­þjón­usta og fast­eigna­mark­að­ur­inn helstu áhættu­þætt­irnir
Í Fjár­mála­stöð­ug­leik­anum kemur fram að óvissa um fram­vindu efna­hags­mála bæði hér á landi og erlendis hafi auk­ist á liðnum mán­uð­u­m.

Al­þjóð­legar hag­vaxt­ar­horfur hafa versnað og spár gera ráð fyrir að inn­lendur hag­vöxtur verði óveru­legur eða lítil­lega nei­kvæður á þessu ári. ­Sam­kvæmt spá Seðla­bank­ans er út­lit fyrir vægan efna­hags­sam­drátt á þessu ári en bjart­ari tíð á því næsta.

Sam­kvæmt Seðla­bank­anum tengj­ast helstu áhættu­þættir inn­an­lands stöðu ferða­þjónust­unnar og ­mark­aði með íbúð­ar- og atvinnu­húsnæði en sam­spil er á milli þess­ara áhættuþátta.

Fram­boð íbúð­ar­húsnæðis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur auk­ist veru­lega á síð­ustu miss­erum og spáð er að fjöldi nýrra íbúða komi inn á mark­að­inn á næstu þremur ár­um.

Ný­bygg­ingar hafa hins vegar selst hægar en áð­ur, einkum mið­svæðis í Reykja­vík.

Sam­hliða þess­ari mikilu fjölgun ný­bygg­inga hefur dregið úr skammtímaút­leigu íbúða á höf­uð- borg­ar­svæð­inu. Sú þróun ætti að leiða til þess að íbúðir sem áður voru nýttar í skammtímaút­leigu komi á sölu eða í langt­íma­leig­u. ­

Seðla­bank­anum telur að fram­boð og lækkun nafn­verðs gætu því fylgt í kjölfarið en í því felst áhætta fyrir fjár­mála­kerf­ið. Því beinir Seðla­bank­inn því til lána­stofn­an­ana að búa sig undir að nýbygg­ingar selj­ist hægt, veð­setn­ing­ar­hlut­föll fast­eigna­veðlána hækki og útlánatöp vegna íbúð­ar­húsnæðis auk­ist.

Raun­vöxtur útlána til bygg­ing­ar­geirans 16 pró­sent
Enn fremur hefur hægt veru­lega á hækkun íbúð­ar­verðs á síð­ustu miss­er­um. Á ár­unum 2016 og 2017 hækk­aði íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu umfram bæði laun og leigu­verð og langt umfram bygg­ing­ar­kostn­að.

 

Mynd: Seðlabanki Íslands

Nú hefur þessi þróun hins vegar snúist við. Í lok ág­úst hafði launa­vísitalan hækkað um 4,3 pró­sent á síð­ast­liðnum 12 mán­uð­um, vísitala leigu­verðs um 3,7 pró­sent og vísitala bygg­ing­ar­kostn­aðar um 4,6 pró­sent, en vísitala fast­eigna­verðs hafði hækkað um 3,6 pró­sent.

Á sama tíma er útlána­vöxtur bank­anna til bygg­inga­geirans enn kröft­ugur og skuldir geirans auk­ist und­an­farin ár. Í Fjár­mála­stöð­ug­leik­anum kemur fram að þær námu um 168 millj­arðar króna í lok ág­úst eða rúm­lega 6 pró­sent af útlánum til við­skipta­vina.

Raun­vöxtur útlána KMB til grein­ar­innar hefur verið nær stöðugt yfir 10 pró­sent á árs­grund­velli frá ár­inu 2016. Í lok ág­úst mæld­ist hann um 16 pró­sent sam­an­borið við rúm­lega 15 pró­sent í árs­lok 2018 Bank­arnir eiga því mikið und­ir­ ­stöð­ug­leika og hag­stæðri verð­þróun á mark­aðn­um.


Mynd:Seðlabankinn

Fjölgað á van­skila­skrá
Fyr­ir­tækjum á van­skila­skrá hefur fjölgað um rúm 4 pró­sent frá því í lok maí á þessu ári og er fjölg­unin hlut­falls­lega mest meðal fyr­ir­tækja í bygg­inga­geir­anum og ferða­þjón­ustu. Und­an­farið ár hefur bygg­inga­fyr­ir­tækjum á van­skila­skrá fjölgað um tæp 10 pró­sent og ferða­þjónustu­fyr­ir­tækjum um 15 pró­sent.

Í Fjár­mála­stöðu­leik­anum kemur fram að þó að fyr­ir­tækjum á van­skila­skrá fjölgi hefur gjald­þrotum fyr­ir­tækja fækkað milli ára og er fjöldi gjald­þrota, það sem af er ári, svip­aður því sem hann var á sama tíma­bili árið 2017.

Að lokum eru vís­bend­ingar um að hægja fari á bygg­ingu hús­næðis á næstu árum. Talið er að fjöldi erlendra starfs­manna í bygg­ing­ar­iðn­aði hafa náð há­marki ásamt því að sem­ents­sala er farin að drag­ast sam­an. Þetta gæti bent til þess að hægja fari á bygg­ingu húsnæðis á næstu árum.

Heimild: Kjarninn.is