Home Fréttir Í fréttum „Mér finnst þetta bera keim að vanhugsaðri verktakagræðgi“

„Mér finnst þetta bera keim að vanhugsaðri verktakagræðgi“

381
0
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Verktakar hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda, fjárhæðirnar nema mörgum milljörðum króna. Borgarstjóri segir stefnuna bera keim af verktakagræðgi. Búið hafi verið að semja um gjöldin.

<>

Mér finnst þetta bera keim að vanhugsaðri verktakagræðgi. Þarna er um að ræða lóðir sem voru seldar með mjög skýrum kvöðum um að taka þátt í innviðakostaði á svæðinu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Verktakafyrirtæki, í samstarfi við Samtök iðnaðarins, hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda sem þeir telja ólögmæt.

Nema fjárhæðirnar mörgum milljörðum króna.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, segir í samtali við Markaðinn í dagað veruleg lagaleg óvissa sé um lögmætið.

Um er að ræða prófmál, er það verktakafyrirtækið Sérverk sem stefnir borginni. Nefnir Sigurður sérstaklega Vogabyggð þar sem innviðagjöld borgarinnar nemi fimm milljörðum króna.

Dagur segir það ekki ganga upp að ætla að láta borgarbúa borga reikninginn þegar búið var að semja um annað.

„Þetta hefur gengið vel, hverfið er eftirsótt og vinsælt. Íbúðirnar seljast vel. Það að verktakar stígi þá fram, vilji hirða allan ágóðann en senda reikninginn af öllum innviðunum, þvert á það sem samið var um, á borgarbúa og borgarsjóð, það gengur ekki upp,“ segir Dagur.mál

„Fyrir liggja skýrir samningar sem gerðir voru áður en ráðist var í uppbyggingu hverfisins og voru forsenda þess að hægt var að fara í uppbyggingu á svo metnaðarfullum og veglegum innviðum.

Þetta lá fyrir þegar þessar verktakar keyptu byggingarréttinn. Það lá algjörlega fyrir hvað þeirra hlutur hvers og eins væri, og það hafði áhrif á það sem þeir borguðu fyrir byggingarréttinn.“

Verktakarnir hafi fengið byggingarréttinn á sanngjörnu verði út frá þeim forsendum að þeir greiddu innviðagjald.

„Í raun er það sérstök hugmynd að ætla að breyta þeim hugmyndum eftir á, þannig að verktakinn fái allan ágóðann af uppbyggingu hverfisins á meðan borgarbúar sitja eftir með reikninginn,“ segir Dagur.

Sigurður segir óásættanlegt að lagaleg óvissa sé um lögmæti innviðagjaldsins og nauðsynlegt sé að fá úr því skorið fyrir dómstólum.

Dagur segir engan vafa leika á lögmætinu. „Þessari niðurstöðu var náð í samningum. Þetta eru einkaréttarlegir samningar sem eru gerðir í tengslum við þetta verkefni til að láta það ganga upp fjárhagslega þannig að allir mundu njóta góðs af.“

Heimild: Frettabladid.is