Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Laugarvatnsvegur (37) Biskupstungnabraut – Þóroddsstaðir

Opnun útboðs: Laugarvatnsvegur (37) Biskupstungnabraut – Þóroddsstaðir

474
0

Tilboð opnuð 17. september 2019. Endurbætur á 2,9 km kafla á Laugarvatnsvegi (37-01) frá Biskupstungnabraut að Þóroddsstöðum. Veturinn 2019-2020 skal vinna við efnisútvegun og breikkun vegarins. Eftir 14. apríl 2020 verður núverandi slitlag fræst upp, vegurinn styrktur og lögð út klæðing.

<>

Helstu magntölur eru:

– Skeringar 7.120 m3

– Ræsalögn 48 m

– Endafrágangur ræsa 4 stk.

– Styrktarlag 0/63 6.370 m3

– Burðarlag 0/22 3.825 m3

– Tvöföld klæðing 23.100 m2

– Frágangur fláa 27.165 m2

Verklok eru 15. júlí 2020.