Home Fréttir Í fréttum Verklok við Sundlaug Sauðárkróks dragast um 6 til 8 mánuði

Verklok við Sundlaug Sauðárkróks dragast um 6 til 8 mánuði

151
0

Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gær var tekin fyrir fyrirspurn frá Álfhildi Leifsdóttur sveitarstjórnarfulltrúa VG og óháðra um stöðu framkvæmda við Sundlaug Sauðárkróks.

<>

Fyrirspurnin og svör við henni hefur verið birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samkvæmt verksamningi átti framkvæmd fyrsta áfanga endurbóta á Sundlaug Sauðárkróks að vera lokið 15. ágúst sl. Verkið hefur hins vegar tafist sökum aukins umfangs og breyttrar áfangaskiptingar verksins.

Fram kemur í svörum byggðarráðs að heildarverktími verksins hafi verið áætlaður um 20 mánuðir en ljóst er nú að verklok munu dragast um 6 til 8 mánuði.

Heildar áfallinn verktakakostnaður við þennan fyrsta áfanga var í lok júlí kr. 352.256.408 og standa nú 66 m.kr. af því fjármagni eftir sem samþykkt hafði verið að verja til verksins í fjárhagsáætlun og viðauka.

Reiknað er með að hönnun annars áfanga sundlaugarinnar geti lokið á árinu 2020 en upphaf verks er háð því hvaða framkvæmdir verða samþykktar í fjárhagsáætlun ársins 2020.

Heimild: Feykir.is