Vesturlandsvegur, undirgöng við Aðaltún
Umhverfissvið Mosfellsbæjar og Vegagerðin óska eftir tilboðum í gerð forsteyptra undirganga undir Vesturlandsveg við Aðaltún ásamt tilheyrandi stígagerð og yfirborðsfrágangi. Verkið felst einnig í gerð bráðabirgðavegar auk færslu og endurnýjun á lögnum. Undirgöng verða yfir 5 m breið, um 20 m löng og unnin verður alls um 200 m af stígum.
Helstu magntölur eru:
Uppgröftur og endurfylling 4.110 m3
Fylling hjáleiðar 4.100 m3
Losun klappar 1.050 m3
Burðarlög 2.400 m3
Malbik 2.770 m2
Ljósastaurar 3 stk.
Steypumót 320 m2
Járnalögn 43.000 kg
Steypa 260 m3
Vatnsvarnarlag á plötu 160 m2
Þétting samskeyta veggeininga 144 m
Yfirborðsfrágangur 3.100 m2
Grjóthleðslur 370 m2
Verkinu skal að fullu lokið 15. september 2015.
Útboðsgögn á geisladiski verða afhent í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð, frá og með þriðjudeginum 30 mars 2015.
Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en þriðjudaginn 21. apríl 2015 kl. 11:00 og verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.