Tilboð opnuð 16. júní 2015. Verkið felst í gerð Arnarnesvegar frá mislægum gatnamótum við Reykjanesbraut og austur fyrir Fífuhvammsveg, samtals 1.600 m. Á vegkaflanum skal gera þrenn gatnamót og byggja skal tvenn steypt undirgöng. Einnig skal setja upp veglýsingu, gera stíga, landmótun, hljóðvarnir og annað sem nauðsynlegt er til að ljúka verkinu.
Um svæðið liggja tveir háspennustrengir, 132kV og 11kV. Strengina þarf að færa til og endurleggja í samvinnu við OR. Einnig skal leggja nýja stofnlögn hitaveitu auk ídráttarröra og strengja.
Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Kópavogs, Garðabæjar og veitufyrirtækja.
Helstu magntölur eru:
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. september 2016.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Áætlaður verktakakostnaður | 707.000.000 | 100,0 | -61.839 |
Suðurverk hf., og Loftorka ehf, Reykjavík | 768.838.700 | 108,7 | 0 |
ÍAV hf., Reykjavík | 794.541.104 | 112,4 | 25.702 |
The Ístak og Aarsleff joint venture | 809.233.282 | 114,5 | 40.395 |