Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Arnarnesvegur (411), Reykjanesbraut – Fífuhvammsvegur

Opnun útboðs: Arnarnesvegur (411), Reykjanesbraut – Fífuhvammsvegur

327
0

Tilboð opnuð 16. júní 2015. Verkið felst í gerð Arnarnesvegar frá mislægum gatnamótum við Reykjanesbraut og austur fyrir Fífuhvammsveg, samtals 1.600 m.  Á vegkaflanum skal gera þrenn gatnamót og byggja skal tvenn steypt undirgöng. Einnig skal setja upp veglýsingu, gera stíga, landmótun, hljóðvarnir og annað sem nauðsynlegt er til að ljúka verkinu.

<>

Um svæðið liggja tveir háspennustrengir, 132kV og 11kV. Strengina þarf að færa til og endurleggja í samvinnu við OR. Einnig skal leggja nýja stofnlögn hitaveitu auk ídráttarröra og strengja.

Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Kópavogs, Garðabæjar og veitufyrirtækja.

Helstu magntölur eru:

Skering í laus jarðlög 83.800 m3
Bergskering 32.000 m3
Fyllingarefni úr skeringum 21.100 m3
Neðra burðarlag 11.700 m3
Efra burðarlag 5.600 m3
Malbik 22.800 m2
Gangstígar 5.600 m2
Fláafleygar og landmótun 4.800 m3
Hljóðdeyfigarðar 31.000 m3
Efni flutt á losunarstað 62.600 m3
Frágangur fláa 93.500 m2
Hljóðveggur 1.074 m
Lagnaskurðir 7.500 m
Mótafletir 1.340 m2
Járnalögn 40.500 kg
Steinsteypa 384 m3

Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. september 2016.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Áætlaður verktakakostnaður 707.000.000 100,0 -61.839
Suðurverk hf., og Loftorka ehf, Reykjavík 768.838.700 108,7 0
ÍAV hf., Reykjavík 794.541.104 112,4 25.702
The Ístak  og Aarsleff joint venture 809.233.282 114,5 40.395