Home Fréttir Í fréttum Vinna hélt áfram við Dýrafjarðargöng

Vinna hélt áfram við Dýrafjarðargöng

226
0
Mynd: BB.is

Vinna hélt áfram við lagningu frárennslis- dren- og ídráttarlagna ásamt brunnum í hægri vegöxl á leggnum frá munna ganganna í Dýrafirði og að hábungu og á nú eftir að leggja lagnir á um 1000 m kafla.

<>

Sem fyrr var unnið við uppsetningu á einangrunarklæðingu til vatnsvarna í göngunum ásamt því að byrjað var að sprautusteypa yfir klæðingarnar.

Uppsetning á einangrunarklæðingu. Mynd: BB.is

Fyrsta steypufæran í yfirbyggingu vegskálans í Arnarfirði var steypt. Þak var einnig steypt í einu tæknirými og gólfplata í öðru. Byrjað var að fylla að vegskálanum í Dýrafirði.

Í Dýrafirði var klárað að leggja neðra burðarlag í veginn á rúmlega 1 km löngum kafla og unnið við frágang á fláum.

Sem fyrr var efnisvinnsla í fullum gangi í Arnarfirði og er verið að framleiða efni sem fer í veginn í göngunum.

Brúin yfir Mjólká. Mynd: BB.is

Búið er að fjarlægja efni undan brúnni yfir Mjólká og er áin nú farin að renna undir brúna. Unnið var við uppslátt á brúargólfi á brúnni yfir Hófsá.

Heimild: BB.is