Home Fréttir Í fréttum Vesturbyggð: lóðaúthlutun samþykkt fyrir 13-15 íbúðir á Bíldudal

Vesturbyggð: lóðaúthlutun samþykkt fyrir 13-15 íbúðir á Bíldudal

228
0
Bíldudalur Mynd: bb.is

Bæjarstjórn Vesturbyggðar afgreiddi á fundi sínum í fyrradag tvær umsóknir um lóðir undir íbúðarhúsnæði á Bíldudal.

<>

Annars vegar staðfesti bæjarstjórnin tillögu skipulags- og umhverfisráðs um að veita Hrafnshól ehf í Hafnarfirði tvær lóðir, Lönguhlíð 9 og 11 fyrir þriggja íbúða raðhús og hins vegar samþykkti bæjarstjórnin aðra tillögu skipulagsráðsins um að veita fyrirtækinu Nýjatún ehf í Hafnarfirði lóðirnar Lönguhlíð 16A,B og 18A.

Áform umsækjenda er að byggja allt að 10 – 12, 55 m2 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum.

Seftjörn – tvær nýjar lóðir

Þá afgreiddi bæjarstjórnin erindi frá Ríkiseignum þar sem óskað er eftir stofnun tveggja nýrra lóða úr landi Seftjarnar, L139849 í Vesturbyggð.

Sótt var um stofnun Seftjarnar-Hrófsnes 18,85ha að stærð, þar sem núverandi húsakostur jarðarinnar, mhl. 02, 04, 05, 06, 07 og 11, eru á nýju lóðinni.

Einnig var sótt um stofnun Móatúns, 2,87ha að stærð þar sem núverandi húsakostur jarðarinnar, mhl. 10 er á nýju lóðinni. Skipulags- og umhverfisráð bæjarins hafði áður tekið erindið fyrir og lagði til að bæjarstjórnin samþykkti það.

Heimild: BB.is