Home Fréttir Í fréttum Mest brotið á er­lendu launa­fólki

Mest brotið á er­lendu launa­fólki

86
0
Fram­kvæmd­ir í miðborg Reykja­vík­ur. Mynd: mbl.is/​​Hari

Launakröf­ur vegna launaþjófnaðar og kjara­samn­ings­brota hlaupa á hundruðum millj­óna króna á ári. Meira en helm­ing­ur allra krafna stétt­ar­fé­laga er gerður fyr­ir hönd fé­lags­manna af er­lend­um upp­runa.

<>

Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu ASÍ um brot­a­starf­semi á vinnu­markaði. Hún sýn­ir hvaða hóp­ar eru lík­leg­ast­ir til að verða fyr­ir brot­um, hvaða at­vinnu­grein­ar koma verst út og um­fang launaþjófnaðar í krón­um talið svo fátt eitt sé talið.

Fram kem­ur í skýrsl­unni að fjög­ur aðild­ar­fé­lög ASÍ gerðu 768 launakröf­ur árið 2018 upp á sam­tals 450 millj­ón­ir króna og nam miðgildi kröf­u­upp­hæðar 262.534 kr.

Meira en helm­ing­ur allra krafna stétt­ar­fé­laga er gerður fyr­ir hönd fé­lags­manna af er­lend­um upp­runa. Um 19% launa­fólks á ís­lensk­um vinnu­markaði er af er­lend­um upp­runa.

Um helm­ing­ur allra krafna kem­ur úr hót­el-, veit­inga- og ferðaþjón­ustu en hæstu launakröf­urn­ar eru gerðar á fyr­ir­tæki í mann­virkja­gerð.

Svipaðar niður­stöður spurn­inga­könn­un­ar
Niður­stöður spurn­inga­könn­un­ar Gallup eru í takt við launakröf­ur stétt­ar­fé­laga og benda til þess að brot­a­starf­semi bein­ist frem­ur gegn er­lendu launa­fólki og yngra fólki, með lægri tekj­ur og í óreglu­legu ráðning­ar­sam­bandi og hluta­störf­um.

Skoðun á launakröf­um og spurn­inga­könn­un­in benda til að brot­in fel­ist m.a. í van­greiðslum á laun­um, álags­greiðslum og ýms­um rétt­inda­brot­um. Hjá meiri­hluta launa­fólks, einkum hjá þeim sem hafa lengri starfs­ald­ur og hærri tekj­ur, er brot­a­starf­semi nærri óþekkt.

„Brot­a­starf­semi gagn­vart er­lendu launa­fólki og ung­menn­um er al­var­leg mein­semd á ís­lensk­um vinnu­markaði sem upp­ræta verður með öll­um til­tæk­um ráðum. Dæm­in skipta ekki bara tug­um eða hundruðum. Brot­in snerta þúsund­ir ein­stak­linga.

Þess­ir fé­lag­ar okk­ar eiga að njóta kjara og annarra rétt­inda til jafns við aðra á vinnu­markaði. Það eru hags­mun­ir sam­fé­lags­ins alls. Hér er ábyrgð stjórn­valda og sam­taka at­vinnu­rek­enda mik­il,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá ASÍ.

Fram kem­ur að í tengsl­um við gerð kjara­samn­inga í vor gaf rík­is­stjórn Íslands fyr­ir­heit um að gripið verði til fjöl­margra aðgerða gegn launaþjófnaði og brot­a­starf­semi á vinnu­markaði. Fyr­ir­heit­in byggja á kröf­um og áhersl­um verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar.

„Fyr­ir ligg­ur aðgerðaáætl­un en verk­efnið nú er að fylgja yf­ir­lýs­ing­unni eft­ir og hrinda að fullu í fram­kvæmd á næstu mánuðum þannig að stig­in verði mark­viss og af­ger­andi skref til að upp­ræta brot­a­starf­semi  á vinnu­markaði.“

Skýrsla ASÍ

Heimild: Mbl.is­