Home Fréttir Í fréttum Klippti á borða í Beruf­irði

Klippti á borða í Beruf­irði

226
0
Bergþóra Þor­kels­dótt­ir, for­stjóri Vega­gerðar­inn­ar, við form­lega opn­un hring­veg­ar­ins við Beru­fjörð í dag. Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­gönguráðherra klippti á borða og naut góðrar aðstoðar. Ljós­mynd/​Aðsend

Hring­veg­ur­inn um Beru­fjörð á Aust­ur­landi var opnaður form­lega í dag þegar Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­gönguráðherra klippti á borða. Bergþóra Þor­kels­dótt­ir, for­stjóri Vega­gerðar­inn­ar, var einnig viðstödd opn­un­ina.

<>

At­höfn­in fór fram við nýja brú í Beruf­irði en mal­bik­un veg­ar­ins lauk 31. júlí.

Að at­höfn­inni lok­inni átti að halda at­höfn á Havarí á Karls­stöðum á Beru­fjarðar­strönd og einnig af­hjúpa skjöld sem verður sett­ur upp í til­efni þess að hring­veg­ur­inn hef­ur loks verið mal­bikaður alla leið. Þar með lýk­ur verk­efni sem hófst fyr­ir fjöru­tíu árum, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni.

Nýr kafli hring­veg­ar um Beru­fjarðar­botn er 4,9 km lang­ur, þar af ligg­ur um 1 km yfir sjó og um leir­ur. Veg­ur­inn er 8 metra breiður með bundnu slit­lagi. Ný brú í Beru­fjarðar­botni er stein­steypt, 50 m löng og 10 m breið. Nýj­ar veg­teng­ing­ar að bæj­um á Hvann­brekku og Beruf­irði eru sam­tals 1,6 km lang­ar.

Hring­veg­ur­inn um Beru­fjörð. Ljós­mynd/​Vega­gerðin

Und­ir­bún­ing­ur verks­ins hófst um árið 2007. Skipt­ar skoðanir voru um leiðir um Beru­fjarðar­botn sem seinkaði nokkuð und­ir­bún­ingi verks­ins en verkið var boðið út í maí 2017. Lægsta til­boðið var frá Héraðsverki ehf. og MVA ehf. á Eg­ils­stöðum. Fram­kvæmd­ir hóf­ust 2017 og þeim átti að ljúka haustið 2018, en vegna veikra laga í sjó og þeirra viðbótar­fyll­inga sem þar urðu, náðist ekki að ljúka því fyrr en nú í sum­ar.

Nýi kafl­inn um Beru­fjarðar­botn stytt­ir hring­veg­inn um 3,6 km og er loka­áfangi í að koma bundnu slit­lagi á hring­veg­inn um landið, sam­tals 1.322 km.

Heimild: Mbl.is