Home Fréttir Í fréttum Harka á steypu­markaði

Harka á steypu­markaði

423
0
Útlit er fyr­ir sam­drátt í steypu­fram­leiðslu í ár. Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Markaður­inn er ör­ugg­lega ör­lítið minni og er hugs­an­lega líka aðeins að fær­ast til. Við erum að vaxa í hverj­um mánuði,“ seg­ir Pét­ur Inga­son, fram­kvæmda­stjóri Stein­steyp­unn­ar, sem hóf starf­semi í októ­ber á síðasta ári.

<>

 

Stein­steyp­an hef­ur aukið fram­leiðslu sína um 30% síðastliðna fjóra mánuði að sögn Pét­urs og svo virðist sem fyr­ir­tækið sé að ná að hrista aðeins upp í sam­keppn­inni á markaðnum.

 

Gert er ráð fyr­ir sam­drætti í fram­leiðslu í ár miðað við í fyrra, hjá stærri fyrr­ir­tækj­um á markaði, BM Vallá og Steypu­stöðinni.

Hið fyrr­nefnda ger­ir ráð fyr­ir að sam­drátt­ur á milli ára verði 20-25% hið minnsta. Steypu­stöðin ger­ir ráð fyr­ir 10-20% sam­drætti í fram­leiðslu. „Árið í fyrra var mjög gott og síðustu þrjú ár hafa verið góð.

Þetta verður lík­lega eitt­hvað lak­ara. En við bjugg­umst við sam­drætti,“ seg­ir Lár­us Dag­ur Páls­son, stjórn­ar­formaður BM Vallár.

„Þessi bransi er í nánu sam­bandi við efna­hags­lífið al­mennt og við fund­um fyr­ir því strax í fyrra að það fór að verða erfiðara fyr­ir menn að fjár­magna ný verk­efni,“ seg­ir Björn Ingi Victors­son, for­stjóri Steypu­stöðvar­inn­ar, í sam­tali í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Heimild: Mbl.is