Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Ganga til samninga við Ellert Skúlason hf.

Ganga til samninga við Ellert Skúlason hf.

1580
0
Myndin tengist fréttinni ekki beint Mynd: Facebook/Ellert Skúlason

Vegagerðin hefur ákveðið að ganga til samninga við verktakafyrirtækið Ellert Skúlason hf. varðandi byggingu undirganga undir Grindavíkurveg.

<>

Tilboð fyrirtækisins var um 30% yfir kostnaðaráætlun stofnunarinnar.
Verkið var boðið út júní og var tilboð Ellerts Skúlasonar hf. það eina sem barst.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í svari við fyrirspurn Suðurnes.net. á þeim tíma að metið yrði hvort tilboðið væri of hátt, en það væri gert í öllum tilfellum þegar tilboð væru hátt yfir kostnaðaráætlunum.

Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á um 80 milljónir króna á meðan kostnaður við verkið var áætlaður um 60 milljónir króna af Vegagerðinni.

Fyrr í sumar hafnaði Vegagerðin tilboði frá Ellert Skúlasyni og tveimur öðrum fyrirtækjum í tvöföldun Reykjanesbrautar þar sem þau höfðu ekki reynslu í sambærilegum verkefnum.

Heimild: Sudurnes.net