Home Fréttir Í fréttum Malbikað fyrir 100 milljónir króna í Reykjanesbæ

Malbikað fyrir 100 milljónir króna í Reykjanesbæ

139
0

Rúmlega 100 milljónir króna hafa verið lagðar í malbikunarframkvæmdir í Reykjanesbæ í sumar auk þess sem Smáratún hefur algjörlega gengið í endurnýjun lífdaga, í samstarfi við HS Veitur.

<>

Allt burðarefni verður endurnýjað, allar lagnir sem og yfirborð götu. Þær framkvæmdir standa enn.

Þær götur sem hafa fengið nýtt malbiksyfirlag í Reykjanesbæ eru:
Veturgata, frá Túngötu að Heiðarbraut
Hringbraut, frá Aðalgötu að Skólavegi og frá gatnamótum við þjóðbraut
Tjarnargata frá Kirkjuvegi að Hringbraut
Vallarbraut, að leikskólanum Hjallatúni
Fitjabraut, frá Sjávargötu að Fitjabraut 30
Njarðarbraut, frá Bergási fram yfir gatnamót við Stekk

Þá hafa umtalsverðar endurbætur verið gerðar á malbiksyfirlagi Reykjanesbrautar í umsjón Vegagerðarinnar.

Heimild: Sudurnes.net