Home Fréttir Í fréttum Ístak dreg­ur flest­ar upp­sagn­ir til baka

Ístak dreg­ur flest­ar upp­sagn­ir til baka

133
0
Hús ís­lensk­unn­ar. Mynd/​Horn­stein­ar arki­tekta

Verk­taka­fyr­ir­tækið Ístak til­kynnti í lok fe­brú­ar sl. að það hefði sagt upp alls 56 starfs­mönn­um.

<>

Nú hef­ur Ístak fengið tvö stór verk­efni á skömm­um tíma og því hef­ur fyr­ir­tækið að stærst­um hluta dregið þess­ar upp­sagn­ir til baka.

Þetta staðfest­ir Karl Andreassen, fram­kvæmda­stjóri Ístaks. Í byrj­un maí skrifuðu Vega­gerðin og Ístak und­ir samn­ing um tvö­föld­un Reykja­nes­braut­ar í Hafnar­f­irði. Samn­ings­upp­hæðin var rúm­ir 2 millj­arðar króna.

Þá til­kynnti mennta­málaráðuneytið í þess­ari viku þá ákvörðun að ganga að til­boði Ístaks um bygg­ingu Húss ís­lensk­unn­ar.

Hljóðaði til­boð Ístaks upp á 4,5 millj­arða króna, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is