Home Fréttir Í fréttum Breyttu hönn­un nýs miðbæj­ar á Sel­fossi

Breyttu hönn­un nýs miðbæj­ar á Sel­fossi

331
0
Þessi tölvu­mynd sýn­ir hús Mjólk­ur­bús Flómanna sem stóð á Sel­fossi og verður end­ur­reist í nýja miðbæn­um og torgið þar fyr­ir fram­an. Gert er ráð fyr­ir fjöl­breyttri veit­inga­húsa­flóru. Smíði hús­anna hefst brátt.

„Verk­efnið geng­ur vel og und­ir­bún­ing­ur er á fullu,“ seg­ir Guðjón Arn­gríms­son, einn for­vars­manna upp­bygg­ing­ar nýs miðbæj­ar á Sel­fossi.

<>

Fyrsta skóflu­stung­an að nýj­um miðbæ var tek­in í nóv­em­ber síðastliðnum eft­ir að bæj­ar­ráð Árborg­ar samþykkti fram­kvæmda­leyfi.

Guðjón seg­ir að síðasta hálfa ár hafi farið í und­ir­bún­ing sem hafi tekið lengri tíma en upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir.

„Vet­ur­inn fór í jarðvinnu og lagna­frá­gang og ann­an und­ir­bún­ing fyr­ir upp­steypu og smíði hús­anna, sem Já­verk ann­ast og er að hefjast um þess­ar mund­ir,“ seg­ir hann.

Stefnt er að því að bygg­ingakr­an­ar verði komn­ir upp um miðja næstu viku.

Tím­an­um vel varið
„Þetta er um margt óvenju­legt verk­efni hvað varðar hönn­un­ar- og verk­fræðiþátt­inn og marg­ir sem þurfa að koma að því ferli, bæði fag­fólk á okk­ar veg­um og svo sér­fræðing­ar og emb­ætt­is­menn til úr­vinnslu og samþykkt­ar af hálfu stofn­ana sveit­ar­fé­lags­ins.

Við höf­um líka bætt aðeins í, gert nokkr­ar breyt­ing­ar á hönn­un í vet­ur sem miða að því að styrkja miðbæ­inn og gera hann enn meira aðlaðandi.

Meðal ann­ars lækkað niður um eina hæð hluta aðal­torgs­ins til að skapa þar aukið skjól og aðgang að veit­inga­stöðum, og fært til hús og skipt milli fyrri og seinni áfanga og fleira.

Þessi und­ir­bún­ing­ur hef­ur í heild tekið ívið lengri tíma en við ætluðum, en þeim tíma var vel varið,“ seg­ir Guðjón Arn­gríms­son.
33 bygg­ing­ar eiga að rísa.

Eins og fram hef­ur komið er stefnt að því að reisa 33 bygg­ing­ar í nýja miðbæn­um. Þær verða í göml­um stíl og eiga þær þrett­án fyrstu að vera til­bún­ar vorið 2020.

Tveggja hekt­ara svæði í hjarta bæj­ar­ins hef­ur verið helgað þess­um fram­kvæmd­um og þar verða versl­an­ir, veit­ingastaðir, íbúðir, hót­el og fleira.

Í haust var hald­in íbúa­kosn­ing meðal Árborg­ar­búa um áform Sig­túns þró­un­ar­fé­lags um miðbæ og voru hug­mynd­irn­ar samþykkt­ar með um 60% at­kvæða.

Heimild: Mbl.is