Home Fréttir Í fréttum 16.05.2019 Nauthólsvegur – Breytingar

16.05.2019 Nauthólsvegur – Breytingar

388
0
Naut­hóls­vegur Teikn­ing/​Kanon arki­tekt­ar

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í verkið:

<>

Nauthólsvegur – Breytingar, útboð nr. 14538

Verkið felst í því að hækka Nauthólsveg á um 400 m kafla, leggja ofanvatnslagnir, taka niður og setja upp götulýsing og leggja lagnir fyrir fjarskiptafyrirtæki.

Helstu verkþættir eru upprif á núverandi yfirborði, að grafa í götustæði, fylla í götustæði og undir göngu- og hjólastíg, grafa fyrir og leggja ofanvatnslagnir í skurði, grafa fyrir og leggja og fylla yfir götuljósastreng, ídráttarrör og fjölpípurör.

Einnig skal ganga frá yfirborði m.a. malbika götu og göngu- og hjólastíg, leggja kantstein, leggja hellur, leggja þökur, sá, reisa ljósastólpa og færa umferðarljósastólpa.

Verkið skal vinna í samræmi við ákvæði gildandi reglugerða sem eiga við þessa framkvæmd og er verktaki að fullu ábyrgur fyrir því að þeim sé fylgt. Verktaki skal skila verkinu af sér til verkkaupa í samræmi við ákvæði útboðsgagna.

Helstu magntölur eru:
· Upprif á malbiki og hellum 5.400 m²
· Gröftur 12.700 m³
· Fylling 25.200 m³
· Fráveitulagnir 390 m
· Lagnaskurðir 500 m³
· Ídráttarrör og jarðstrengir 1.000 m
· Reisa ljósastólpa 24 stk
· Púkkmulningur 4.600 m²
· Malbikun 5.200 m²
· Kantsteinn 1.100 m
· Grassáning 2.900 m²
· Þökulögn 1.000 m²
Verklok 17. ágúst 2019

Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 11:00 þann 7. maí 2019. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Register“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 16. maí 2019.
Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur, nema að bjóðendur óski sérstaklega eftir því. Beiðni verður að hafa borist innkaupadeild 2 virkum dögum fyrir opnun tilboða, á netfangið utbod@reykjavik.is